
Opinn fundur um málefni sauðfjárræktar og afurðaverð
25.08.2008
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu boðar til opins fundar í Félagsheimilinu Dalabúð, Búðardal, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30. Efni fundarins er hækkun aðfanga til sauðfjárbænda og verðskrár fyrir dilkakjöt haustið 2008.
Framsögumenn verða:
Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðarráðherra.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Aðrir sláturleyfishafar verða einnig boðaðir á fundinn.
Stjórn Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu hvetur sem flesta til að mæta og Bændasamtökin taka undir það.
Framsögumenn verða:
Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðarráðherra.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Aðrir sláturleyfishafar verða einnig boðaðir á fundinn.
Stjórn Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu hvetur sem flesta til að mæta og Bændasamtökin taka undir það.