Beint í efni

Opinn fundur með Jóni Bjarnasyni 1. september

28.08.2009

Formannafundur aðildarfélaga Bændasamtaka Íslands verður haldinn þriðjudaginn 1. september næstkomandi. Í tengslum við fundinn er boðað til opins fundar með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fundurinn verður haldinn á 2. hæð Hótel Sögu og hefst hann klukkan 13.00. Fundarefnið er:

Hvernig verða hagsmunir landbúnaðar tryggðir í væntanlegum aðildarviðræðum við ESB?


Framsögu hafa Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.


Fundurinn er, eins og áður segir, öllum opinn og eru aðildarfélög Bændasamtaka Íslands hvött til að kynna hann fyrir sínum fulltrúum. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru sömuleiðis hvattir til að mæta.