
Opinn fundur FEIF um ræktunarmál
13.09.2012
Alþjóðasamtök Íslandshestafélaga, FEIF, halda opinn fund um málefni tengd ræktun íslenska hestsins í Málmey í Svíþjóð laugardaginn 27. október nk. Á fundinum hittast ræktendur, þjálfarar, dómarar og fleiri sem tengjast íslenska hestinum. Farið verður yfir stöðu mála í ræktuninni og spurt hvað sé hægt að gera betur. Einnig verða rædd framtíðarmarkmið hrossaræktarinnar og auknum möguleikum sem felast í alþjóðlegu samstarfi ræktenda íslenska hestsins.
Í meðfylgjandi auglýsingu er farið yfir fundarefnið, aðgangseyri, tímasetningar og fleira gagnlegt.
Auglýsing - pdf
Í meðfylgjandi auglýsingu er farið yfir fundarefnið, aðgangseyri, tímasetningar og fleira gagnlegt.
Auglýsing - pdf