Beint í efni

Opinn fræðslufundur Fagráðs í nautgriparækt í dag

15.04.2004

Fagráð í nautgriparækt boðar til almenns fræðslufundar í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd í dag kl. 13.30. Á fundinum verða flutt þrjú erindi:

1. Nýtt fóðurmatskerfi fyrir mjólkurkýr. Jóhannes Sveinbjörnsson, Rala

2. Kynbótamat fyrir frjósemi – nýjar áherslur. Baldur H. Benjamínsson, BÍ

3. Fjárhagsleg hagkvæmni mismunandi tæknilausna í fjósum. Torfi Jóhannesson, LBH

Kúabændur og aðrir áhugamenn um nautgriparækt

eru hvattir til að mæta en fundurinn er öllum opinn.