Beint í efni

Opið hús í dag í Stóra-Ármóti

11.11.2011

Í dag verður opið hús í Stóra-Ármóti frá kl. 13-17. Fram fer kynning á starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambands Suðurlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðila. Þá verða á staðnum fulltrúar nokkurra fyrirtækja sem þjónusta landbúnaðinn að kynna sig og sína.

 

Auk þessa verður MS á staðnum með vörukynninu og Brugghúsið Austvaðsholti einnig. Ástæða er til þess að hvetja kúabændur landsins til þess að fjölmenna á þessa uppákomu. Ef þú vilt fræðast nánar um starfsemina á Stóra-Ármóti fyrir heimsóknina þangað á föstudaginn, má lesa um búið hér: http://www.bssl.is/Stora-Armot/SS.