Beint í efni

Opið hús hjá bændum í ferðaþjónustu, Opnum landbúnaði og Beint frá býli

06.06.2012

Bændur innan vébanda Ferðaþjónustu bænda, Opins landbúnaðar og Beint frá býli munu bjóða gestum í opið hús sunnudaginn 10. júní kl. 13:00 - 17:00. Á vefsíðunni sveit.is má sjá lista með þeim bæjum sem taka þátt. 

Í fréttatilkynningu frá aðstandendum er fólk hvatt til að koma og fá sér kaffisopa, skoða gistiaðstöðuna, fá nýja bæklinginn "Upp í sveit", spjalla við bændur og upplifa einstaka stemningu á bæjunum. Það verður mikið um að vera en á ákveðnum bæjum verður til dæmis hægt að fylgjast með mjöltum, skoða fjárhúsin, taka þátt í heimatilbúinni sælgætisgerð, fara á hestbak og gæða sér á heimabakstri.

Í þættinum "Virkir morgnar" með Andra Frey og Gunnu Dís á Rás II 5.-7. júní og Sirrý á Rás II sunnudaginn 10. júní verður fjallað um opna húsið en gjafabréf fyrir bændagistingu o.fl. verða gefin í þáttunum.

Ferðaþjónusta bænda
Fjölbreytt gisting hjá 180 ferðaþjónustuaðilum um allt land. Mikið úrval afþreyingar og áhersla á mat heima úr héraði. Leitaðu eftir burstabæjarmerkinu á leið þinni um landið! www.sveit.is

Beint frá býli
Ferskar íslenskar matvörur úr villtri náttúru landsins. Lambakjöt, grænmeti, egg, hverabrauð, rjómaís, handverk og miklu meira, fáanlegt beint frá býli eða heimsent. Verði þér að góðu! www.beintfrabyli.is

Opinn landbúnaður
Upplifun fyrir börn og fullorðna á öllum aldri þar sem hægt er að kynnast nútímabúskap og fjölbreyttri starfsemi í sveitum landsins. Komdu í heimsókn! www.bondi.is