
Opið hús hjá alifuglabændum í Flóahreppi
26.05.2023
Laugardaginn 3. júní frá klukkan 13:00 – 17:00 opna kjúklingabændurnir Eydís Rós og Ingvar Guðni á Vatnsenda í Flóahreppi dyrnar að búi sínu og kynna búgreinina. Árið 2021 voru tvö ný eldishús tekin í notkun sem eru útbúin besta fáanlega búnaði fyrir alifugla. Í boði verða léttar veitingar, ungar og búnaður til sýnis og hægt verður að sjá inn í hús með eldi í gangi og fleira. Eydís og Ingvar hvetja alla áhugasama til að líta við þennan dag.
