Opið hús á Stóra-Ármóti
31.03.2005
Opið hús verður á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi á morgun, föstudaginn 1. apríl. Að sögn Grétars Hrafns Harðarsonar, tilraunastjóra búsins, verður boðið upp á mjög fjölbreytta og áhugaverða dagskrá í fjósinu. Fjallað verður m.a. um hvert nautgriparæktin stefni á Suðurlandi, tengsl tilraunabúsins og Landbúnaðarháskólans, þýðingu heilfóðurs fyrir mjólkurkýr og fleira. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 18 og eru allir velkomnir. Nánar má lesa um dagskrána hér:
14:00 Ávarp
Þorfinnur Þórarinsson formaður Búnaðarsambands Suðurlands
14:10 Hvert stefnir nautgriparækt á Suðurlandi?
Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá BSSL.
14:45 Tilraunabúið á Stóra Ármóti og Landbúnaðarháskóli Íslands
Ágúst Sigurðsson rektor
15:00 Heilfóðrun – fóðrun framtíðarinnar?
Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri
15:30 Kynning á heilfóðrun á Stóra Ármóti.
Höskuldur Gunnarsson, bústjóri, Eiríkur Þórkelsson, rannsóknarmaður og Grétar Hrafn Harðarson
16:00 Hvað kostar gróffóðrið?
Jóhannes Símonarson, ráðunautur hjá BSSL
Jafnframt þessum erindum verða veggspjöld um ýmsa þætti nautgriparæktarinnar til sýnis.