Beint í efni

Opið fyrir umsóknartímabil orlofsíbúðar

22.01.2021

Nú er opið fyrir umsóknartímabilið 1. apríl til 30. júní á orlofsíbúð Bændasamtakanna við Þorrasali í Kópavogi. Hægt er að leigja út íbúðina einn sólarhring í einu ásamt helgar- og vikuleigu eins og áður var. 

Opnað hefur verið fyrir skráningu frá 1. apríl til 30. júní og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér það sem er í boði á hverjum tíma á orlofsvef Bændasamtakanna.

Í orlofsíbúðinni eru tvö svefnherbergi með rúmstæðum fyrir fjóra, rúmgóð stofa og eldhús, bað- og þvottaherbergi og stórar svalir. Í Þorrasölum eru ný húsgögn og heimilistæki. Bílskýli er í húsinu og bílastæði nr. 405 tilheyrir íbúðinni. Stutt er í alla þjónustu, meðal annars sundlaug og fjölbreyttar verslanir. Leigutími er að lágmarki einn sólarhringur og að hámarki vika í senn. Sængur og koddar eru til afnota í íbúðinni. Hægt er að leigja rúmföt og handklæði hjá umsjónarmanni gegn vægu gjaldi.

Athygli félagsmanna er sérstaklega vakin á að til að hindra útbreiðslu COVID-19 er ekki heimilt að nota orlofsíbúðina sem dvalarstað fyrir sóttkví, eins og leiðbeiningar frá Landlækni segja til um. Með því væri verið að stofna umsjónarmanni og öðrum félagsmönnum sem koma í næstu útleigu í hættu. Þá er einnig óheimilt að nota íbúðina fyrir einangrun. Félagsmenn sem dvelja í íbúðinni eru vinsamlegast beðnir um að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum og sótthreinsa alla snertifleti í lok dvalar.