
Opið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki
18.08.2014
Bændur eru minntir á að umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki vegna framkvæmda á árinu 2014 rennur út þann 10. september. Það er opið fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í JÖRÐ.IS. Skriflegum umsóknum er einnig hægt að skila á skrifstofu Bændasamtaka Íslands en mælt er með að umsóknum sé skilað í gegnum Bændatorgið til að tryggja áreiðanleika og örugga úrvinnslu.
Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum 708/2013 um framlög til jarðaræktar og hreinsunar affallsskurða staðfestum af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í reglunum er fjallað um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5.gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum.
Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur 707/2013 um framkvæmd úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Í Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir.
Tengill: Bændatorgið
Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum 708/2013 um framlög til jarðaræktar og hreinsunar affallsskurða staðfestum af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í reglunum er fjallað um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5.gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum.
Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur 707/2013 um framkvæmd úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Í Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir.
Tengill: Bændatorgið