Opið fyrir innflutning nautakjöts á lækkuðum tollum í allt sumar
30.08.2011
Ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarmála hefur sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:
„Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið vill af gefnu tilefni vekja athygli á að opið er fyrir innflutning nautakjöts á lækkuðum tollum. Hefur heimildin sem rennur út 30. september næstkomandi verið í gildi frá því 10. júní á þessu sumri.
Upphaflega átti opinn tollkvóti í nautakjöti að vera í gildi til 30. júlí en vegna aðstæðna á markaði var heimild til innflutnings framlengd til 30. september. Um er að ræða almenna heimild sem jafnt heildsalar sem veitingahús í landinu nýta sér um þessar mundir.
Í ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarmála er fylgst með ástandi mála á kjötmarkaði og taka heimildir sem ráðuneytið veitir til innflutnings mið af aðstæðum á markaði.“
Í ljósi þess, að þetta fyrirkomulag hefur verið í gildi í allt sumar, vekur tilkynning Samtaka ferðaþjónustunnar frá því í gær, nokkra furðu./BHB
Reglugerð 581/2011 um úthlutun á opnum tollkvótum á nautgripakjöti.