Opið fjós í Garði, Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 13. maí
10.05.2007
Þeir bræður Aðalsteinn og Garðar í Garði í Eyjafj.sveit og fjölskyldur þeirra bjóða mjólkurframleiðendum á svæði MS-Akureyri að líta í heimsókn og skoða nýtt og glæsilegt fjós sem nú er að verða tilbúið til notkunar. Þetta er stærsta fjós sem byggt hefur verið á Íslandi undir einu þaki og telur 150 bása fyrir mjólkandi kýr, 90 bása fyrir kálfa og geldneyti auk smákálfa-aðstöðu.
Í fjósinu eru m.a. tveir Lely mjaltaþjónar og heilfóðurkerfi þ.e. blandari og gjafavagn, flórsköfu-róbóti auk annarra nýjunga sem gaman er að skoða.
Fjósið verður opið frá kl. 14.00 – 17.00 sunnudaginn 13. maí.
F.h. ábúenda í Garði