Opið fjós hjá Jóa og Esther á Sólheimum í Hrunamannahreppi.
25.04.2006
Laugardaginn 29. apríl verður opið fjós frá kl. 13.00-17.00.
Fjósið var tekið í notkun 30. janúar 2006 og er stálgrindarhús frá Landstólpa. Allar inréttingar og mjaltabúnaður er frá Vélaveri. Mjólkurtankur er frá Remfló. Mjaltabásinn er þannig gerður að kýrnar ganga upp brekku í mjaltir og niður úr mjöltum. Gólfið í mjaltabásnum er í sömu hæð og flórinn. Gúmmímottur eru í flór og mjaltabás þar sem kýr eru. Í fjósinu eru 43 legubásar fyrir kýr og 33 básar fyrir geldneyti auk stía.
Allt áhugafólk er velkomið.