
Ónæmar bakteríur í ostum í Noregi
10.10.2017
Norska matvælastonfunin, Mattilsynet, birti skýrslu nýverið um niðurstöður bakteríurannsóknar stofnunarinnar á 179 gerilsneyddum og ógerilsneyddum ostum, þar af 54 innfluttum ostum til Noregs. Um helmingur ostanna 179 voru ógerilsneyddir og kom í ljós að í 12 þessara ógerilsneyddu osta fundust ónæmar bakteríur og þar af voru 10 af ostunum innfluttir. Þá fundust einnig fjölónæmar í einum gerilsneyddum norskum osti.
Í skýrslunni kemur fram að hluti hinna ónæmu baktería voru einnig sk. fjölónæmar bakteríur, þ.e. bakteríur sem afar erfitt er að vinna á. Þrátt fyrir að ónæmar bakteríur hafi einnig fundist í þremur norskum ostum þá var haft eftir fulltrúa norsku Matvælastofnunarinnar í norska bændablaðinu að ef þarlendir neytendur kaupa norska osta væru líkurnar á því að fá fjölónæmar bakteríur mun minni en ef þeir neyti innfluttra osta. Skýringin sé einfaldlega sú að strangar kröfur og afar miklar takmarkanir gilda í Noregi, rétt eins og hér á landi, varðandi notkun á lyfjum í landbúnaði og vegna þess hafi tekist að koma í veg fyrir myndum sterkra stofna af bakteríum sem þola lyf/SS.