Ómerkta nautgripi skal aflífa
30.05.2013
Það er morgunljóst að sænskir embættismenn eru formfastir og á það hefur nú reynt í Värmland. Þar var gerð úttekt á kúabúi hvar í ljós komu 73 ómerktir nautgripir, en slíkt er með öllu óheimilt bæði hér á landi sem og í Svíþjóð og öðrum löndum Evrópu. Nokkur munur er þó á því hvernig yfirvöld taka á því þegar upp kemst um ómerkta gripi. Þessir 73 gripir voru dæmdir til dauða, þ.e. bóndanum ber að aflífa skepnurnar þar sem óvíst er um uppruna þeirra. Þó var fimm fengnum kúm fundið nýtt heimili fram yfir burð, enda þótti ótækt að aflífa skepnur sem komnar voru undir burð.
Eigandi skepanna kærði ákvörðun sýslumanns en hann taldi úrskurðinn allt of harðan. Mál bóndans nú til meðhöndlunar þar til bærra yfirvalda og hefur verið veittur frestur til aflífunar á skepnunum til 31. maí. Jafn undarlegt og það nú hljómar má ekki einusinni slátra skepnunum og nýta kjötið, þar sem óheimilt er að flytja ómerkta gripi! Kýrnar fimm sem áður voru nefndar, voru hins vegar reknar yfir á næsta bæ sem leysti flutningamálið/SS.