Beint í efni

Ólympíujógúrt í matvælaaðstoð

21.02.2014

Chobani, sem er bandarískt afurðafélag, er styrktaraðili þarlendra þátttakenda á vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi. Chobani framleiðir meðal annars svokallað grískt jógúrt og hafði pakkað sérstaklega þessu jógúrti í þar til gerðar ólympíu-umbúðir fyrir hina bandarísku keppendur. 5.000 dósum var ætlað að svala þörfum bandarísku keppendanna en Rússar voru nú ekki á því að hleypa jógúrtinu inn í landið!

 

Jógúrtdósirnar umræddu voru nefninlega ekki rétt merktar og þó þær væru ekki ætlaðar til sölu fengust þær ekki tollafgreiddar. Það var því úr vöndu að ráða fyrir forsvarsmenn Chobani og niðurstaðan varð sú að gefa dósirnar til góðgerðarsamtakanna „Saint John’s Soup Kitchen“ í New Jersey sem og til „Food Bank for New York City“. Í stað þess að íþróttamenn og –konur fái því notið hins gríska jógúrts fer hún því til heimilislausra í New York og Newark, og kemur vafalítið að mun betri notum þar en í Sochi/SS.