Beint í efni

Öll viðbótarsýnin neikvæð!

30.10.2012

Eins og fram hefur komið, greindist á dögunum mótefni gegn smitandi barkabólgu í talsverðum fjölda gripa á búinu að Egilsstöðum á Völlum og í einum grip sem þaðan var gefinn að bænum Fljótsbakka í Eiðaþinghá. Í framhaldi af því ákvað Matvælastofnun að taka sýni af öllum kúabúum í Austurumdæmi, alls 40 talsins, sem öll reyndust neikvæð. Að ósk Landssambands kúabænda voru í kjölfar þess tekin sýni frá öllum öðrum kúabúum landsins, alls 615 sýni. Búið er að greina þau og er niðurstaðan sú að öll eru neikvæð. Því bendir allt til þess að um einangrað tilfelli sé að ræða, sem einskorðist við framangreind býli. Tekin hafa verið fleiri sýni þar til að kanna útbreiðslu smitsins innan þeirra og er niðurstaðna að vænta á næstu dögum./BHB 

 

Sjá nánar á www.mast.is