Olíuverð á niðurleið
22.07.2008
Fram kemur á fréttaveitunni Bloomberg.com að verð á hráolíu hefur lækkað um 4 dali í dag. Olíuverð hefur því lækkað um ca. 20 dollara frá því að það var hæst um 146 dollarar á tunnu um miðjan mánuðinn. Ekki heyrist múkk frá olíufélögunum vegna þessa. Verð á litaðri dieselolíu er nú um 110 kr/ltr en í janúar sl. var verðið á henni tæpar 80 kr/lítra. Verðhækkunin er því um 40% síðan þá.
Í ljósi þess hversu skjótlega olíufélögin brugðust við verðhækkunum á hráolíu, er hér með skorað á þau sömu félög að lækka verðið nú þegar hækkanir síðustu 6 vikna eru gengnar til baka.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um olíuverð í rauntíma hér.