Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ólíkt hafast þeir að

02.10.2012

Líkt og hér á landi hafa kúabændur vestur í Bandaríkjunum aðgengi að fínum upplýsingum um nautgriparækt á veraldarvefnum. Það er þó eftirtektarvert að sjá muninn á umfjöllun ólíkra netmiðla eftir því hvar bændurnir búa. Nýverið birti t.d. vefurinn Progressive Cattle greinargóðar upplýsingar um það hvernig bændur eigi að bregðast við þegar og ef nautgripirnir lenda í því að verða bitnir af skröltormum (rattlesnake)!

 

Í greininni eru hætturnar af snákabiti raktar ásamt þeim fylgifiskum sem oft koma með slíkum bitum s.s. miklum bólgum á fótum, þar sem gripirnir eru oftast bitnir. Þar sem skröltormar eru með tiltölulega lítið eitur, enda veiða þeir sér fyrst og fremst nagdýr til matar, þá er sjaldgæft að nautgripir drepist eftir slík snákabit. Þó er tekið fram í greininni að stundum eru nautgripir bitnir í höfuðið eða hálsinn og þá getur eitrið frá snáknum valdið slíkum bólgum á öndunarvegi að þeir hreinlega drepist. Síðar er bændum ráðlagt hvernig best er að bregðast við, með því að þeir sjálfir meðhöndli bitin með þar til gerðum lyfjum eða með því að kalla til dýralækna.

 

Þeir sem kunna að hafa áhuga á að lesa um ólíkar aðstæður kúabændanna í Bandaríkjunum miðað við hér á landi, geta smellt hér og gluggað í þessa áhugaverðu grein/SS.