Beint í efni

Októbermarkaður Búnaðarstofu með greiðslumark

21.10.2017

Nú fyrr í mánuðinum var innlausnarmarkaður með greiðslumark opnaður hjá Búnaðarstofu Matvælastofnunar. Markaðurinn er haldinn ársfjórðungslega og var þetta því síðasti markaður ársins 2017.

Það voru tíu bú sem innleystu greiðslumark að samanlögðu magni upp á 488.284 lítra (48.828 lítrar að meðaltali), að virði 67.383.192 króna.

Fjöldi búa sem sótti um kaup á greiðslumarki var 35, og samanlagt magn sem sótt var um voru 1.824.310 lítrar (52.123 lítrar að meðaltali), að upphæð 251.754.780 krónur.

Úthlutun

Því greiðslumarki sem innleyst var skipt upp til helminga í hinn svokallaða almenna flokk annars vegar, og svo í forgangsflokk hins vegar. Enn fremur er forgangsflokknum skipt upp til helminga, á milli þeirra framleiðenda sem teljast nýliðar og þeir sem hafa framleitt a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013-2015

Í forgangsflokknum voru sömuleiðis 244.144 lítrar í boði. Þeir framleiðendur sem fengu nýliðaforgang voru þrír, og skiptu því 122.070 lítrum á milli sín (40.690 lítrar að meðaltali). Fjöldi búa sem fór í forgang vegna 10% umframframleiðslu var 25, og var úthlutað 122.070 lítrum samanlagt (4.882 lítrar að meðaltali.

Í almenna flokknum voru því 244.144 lítrar í boði sem skiptust á milli þeirra sjö sem ekki fóru í forgang, og þeirra aðila í forgangshópi, sem ekki fengu nægju sína með forgangsúthlutuninni.

Næsti innlausnarmarkaður verður haldinn á nýju ári, og er skilafrestur umsókna um innlausn- og kaup á greiðslumarki 4. febrúar 2018.