Beint í efni

Ókeypis aðgengi að dönskum gagnagrunni

20.06.2002

Í morgun var gengið frá samkomulagi á milli Landssambands kúabænda og Landbrugets Rådgivningscenter (danska landbúnaðarráðunautaþjónustan) um ókeypis aðgengi allra íslenskra bænda að gagnagrunni LR. Með þessu samkomulagi geta bændur nú komist í mörghundruð greinar og upplýsingar um landbúnað.

Óhætt er að fullyrða að með þessu samkomulagi LK hafi verið mörkuð tímamót í upplýsingagjöf til bænda og er jafnframt ráðgert að koma á samkomulagi við fleiri erlenda aðila um ókeypis aðgengi að gögnum.

 

Smelltu hér til að komast í gagnagrunninn.