… og enn er handmjólkað í einu fjósi hérlendis!
28.10.2005
Landssamband kúabænda hefur, í samstarfi við fjölmarga aðila, tekið saman gögn um þróun í fjósbyggingum síðustu tvö ár, en sambærileg könnun var gerð haustið 2003. Fram kemur í niðurstöðum að fjósum hefur fækkað um 111 á þessum tveimur árum, úr 873 í 762 og lækkar hlutfall básafjósa úr 86% í 77%. Hlutfall legubásafjósa með mjaltaþjónum hefur hækkað gríðarlega mikið, eða úr 1,3% af heild haustið 2003 í 5,4% nú í
október 2005 og er með því hæsta sem gerist í heiminum. Þá vekur verðskuldaða athygli að enn er einn kúabóndi hér á landi sem handmjólkar og 16 til viðbótar eru með fötukerfi við mjaltir.
Meðfylgjandi eru fyrstu niðurstöður úttektar LK, en skýrsla með nánari greiningum á niðurstöðum eftir fjósgerðum, greiðslumarks eftir fjósgerðum og landssvæðum, þróun breytinga eftir búnaðarsambandssvæðum ofl. verður kynnt miðvikudaginn 9. nóvember nk.
Fjósgerðir | Haustið 2003 | Hlutfall gerða | Haustið 2005 | Hlutfall gerða |
Básafjós með fötumjaltakerfi | 24 | 2,7% | 16 | 2,1% |
Básafjós með rörmjaltakerfi | 614 | 70,3% | 487 | 63,9% |
Básafjós með mjaltabás | 114 | 13,1% | 85 | 11,2% |
Legubásafjós með mjaltabás | 107 | 12,3% | 133 | 17,5% |
Legubásafjós með mjaltaþjónum | 11 | 1,3% | 39 | 5,1% |
Annað | 3 | 0,3% | 2 | 0,3% |
Samtals | 873 | 762 |