Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ofurkýrin Ever-Green-View

02.02.2017

Kýrin, sem ber hið virðulega nafn „Ever-Green-View My Gold-ET“, er svo sannarlega ekki meðalkýr og það sannaðist nýverið þegar hún sett nýtt afurðamet í Bandaríkjunum. Þá hafði hún á einu og sama mjaltaskeiðinu, sem reyndar varði alla 365 daga ársins, mjólkað 77.480 pundum mjólkur en það gerir hvorki meira né minna en 35.144 kg! Reyndar var mjólkin hennar í þynnra lagi en ársframleiðslan hjá Ever-Green-View nam 903 kg af fitu og 932 kg af próteini. Engu að síður eftirtektarverður árangur hjá þessari glæsilegu Holstein kú sem sló með þessu metið hennar Gigi frá því í fyrra, sem hægt er að lesa um með því að smella hér.

 

Til þess að setja þennan einstaka árangur í samhengi má geta þess að meðaltals skýrsluhaldsbúið með Holstein kýr í Bandaríkjunum var með 11.320 kg mjólkur árið 2015 og nam þá verðefnaframleiðslan 417 kg af fitu og 322 kg af próteini. Reyndar er rétt að geta þess að þátttaka í skýrsluhaldi í Bandaríkjunum er víst ekki nálægt því að vera eins og við þekkjum á Norðurlöndunum svo framangreind meðaltalsnyt gefur heldur ýkta mynd af hinu hefðbundna kúabúi í Bandaríkjunum/SS.