Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Öfgahópur grænkera í Bretlandi birtu nöfn bænda opinberlega!

06.02.2019

Eins og þekkt er orðið er til fólk sem neytir ekki dýraafurða og kallast þetta erlendis að vera vegan, sem kallast að vera grænkeri á Íslensku, og gengur lengra en að vera á grænmetisfæði, enda njóta þeir sem eru á grænmetisfæði einnig mjólkurvara. Því miður berast einstaka sinnum fréttir af því að öfgahópar grænkera erlendis hafi ráðist á búðir sem selja dýraafurðir eða með einhverjum hætti reynt að spilla fyrir störfum almennra bænda. Nýverið gekk öfgahópur grænkera í Bretlandi svo langt þar að birta opinberlega nöfn og heimilisföng hátt í 10 þúsund kúabænda í Englandi og Wales og hvatti hópurinn grænkera í landinu til að heimsækja þessa bændur, ræða við þá um búskapinn og taka upp á myndband viðbrögð bændanna!

Þessi öfgahópur hefur einnig hvatt til þess að fólk sendi þeim myndbönd og myndir sem sýni aðstæðurnar sem búfé í Bretlandi búi við, svo unnt sé að nýta í þágu herferðar gegn bændum. Benda samtökin á að hægt sé að fá faldar myndavélar, hefðbundinn upptökubúnað eða t.d. notast við flýgildi til þess að afla efnis fyrir samtökin. Rétt er að halda því til haga að samtökin halda sig innan ramma breskra laga og benda m.a. neðanmáls á að fólk eigi að virða lögin í landinu og einungis afla myndbandsefnis með löglegum hætti.

Samtök bænda í Bretlandi hafa að sjálfsögðu bæði fordæmt nafnabirtinguna sem og hvatt bændur til þess að vera á varðbergi gagnvart óboðnum gestum/SS.