Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Offramleiðsla mjólkur á heimsvísu

18.07.2012

Eins og við greindum frá í gær voru bændur í Stóra-Bretlandi að mótmæla í síðustu viku lækkuðu afurðastöðvaverði. En það eru ekki bara afurðastöðvar í Stóra-Bretlandi sem hafa boðað verðlækkun á mjólk til bænda, flestar afurðastöðvar í heiminum eru nú að skoða stöðu sína eftir að veruleg framleiðsluaukning hefur orðið á mjólk síðustu vikurnar.

 

Framboðið á mjólk inn á heimsmarkaðinn er núna langt umfram eftirspurnina og skýrist þetta mikla magn m.a. af 15% aukinni framleiðslu í Nýja-Sjálandi fyrsta ársfjórðung ársins, sem og verulegri aukningu í bæði Bandaríkjunum og innan landa Evrópusambandsins. Þetta hefur leitt til verðlækkunar á ostum, smjöri og mjólkurdufti og spá fræðingar innan mjólkuriðnaðarins nú að ekki sé útlit fyrir verðhækkanir á ný fyrr en mögulega í október nk./SS.