
Offramleiðsla á lífrænt vottaðri mjólk
08.05.2017
Í Bandaríkjunum hefur undanfarin ár verið lögð aukin áherla á að fá kúabændur þar í landi til þess að skipta yfir í lífrænt vottaða framleiðslu, enda hefur eftirspurnin eftir mjólkurvörum sem eru lífrænt vottaðar vaxið þar ár frá ári. Síðustu tvö árin hefur framleiðsla á slíkri mjólk vaxið gríðarlega eða alls um 20% og nú er svo komið að veruleg umframframleiðsla er lífrænt vottaðri mjólk í Bandaríkjunum en hlutfall hennar af heildar mjólkurframleiðslu landsins er nú um 5,9% segir í frétt Bloomberg.
Þess er nú vænst að í ár þurfi að selja allt að 190 milljónir lítra af lífrænt vottaðri mjólk sem hefðbundna mjólk og það kemur beint niður á buddu kúabændanna sjálfra enda þýðir það að afurðastöðvaverð lífrænt vottaðrar mjólkur lækkar. Til þess að bæta gráu ofan á svart hefur almennt afurðastöðvaverð í Bandaríkjunum lækkað undanfarið, en á þessum tíma á hverju ári er framleiðslan með mesta móti og hefur það þrýst verðinu niður/SS.