Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

OECD/FAO: horfur í landbúnaði til 2016

25.07.2007

Þann 20. júlí sl. kom út skýrsla á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna, FAO, um stöðu og horfur í landbúnaði í heiminum fram til ársins 2016. Skýrsluna í heild má nálgast hér. Í inngangi er efni hennar dregið saman í 10 megin atriði sem sjá má hér að neðan.

Þegar skoðuð er þróun í framleiðslu og eftirspurn á helstu vöruflokkum (s. 22), kemur í ljós að neysla á flestum mjólkurvörum eykst hraðar en framleiðslan og að aukning í neyslu er mest í ríkjum utan OECD, enda er fólksfjölgunin langmest þar. Framleiðsla og neysla á nautakjöti helst í hendur. Verð á þessum vörum er talið verða 20-30% hærra en það var að jafnaði árið 1996. Ekki er gert ráð fyrir nýjum samningum á vegum Alþjóða Viðskiptastofnunarinnar (WTO) á tímabilinu sem hér um ræðir.

1. Hátt heimsmarkaðsverð á búvörum um þessar mundir stjórnast að stórum hluta vegna tímabundinna þátta, veðurfari (þurrkum) og lítilla birgða. Þó er bent á að aukin eftirspurn eftir korni til framleiðslu á lífeldsneyti, og minnkun offramleiðslu vegna breytinga í landbúnaðarstefnu (t.d. afnám útflutningsbóta hjá ESB), geti leitt til þess að verð á haldist talsvert yfir meðalverði síðustu ára, næstu 10 árin.

2. Hátt verð á landbúnaðarvörum er áhyggjuefni fyrir þann hluta þróunarlandanna sem eru nettó innflytjendur matvæla, sem og fátækari íbúa í borgum, og mun herða á umræðum um „mat vs. eldsneyti“. Einnig mun hátt verð á kornvörum sem notaðar eru til lífeldsneytisframleiðslu bæta hag framleiðenda, en skaða hag þeirra bænda sem nota þessar sömu kornvörur sem skepnufóður.

3. Væntingar um að hærra verð á landbúnaðarafurðum haldist til langframa, mun ýta undir frekar stefnubreytingar í landbúnaði í átt frá opinberum stuðningi. Þetta minnkar þörf fyrir innflutingsvernd og mun gefa möguleika á tollalækkunum.

4. Stöðug aukning í eftirspurn eftir kornvörum, sykri, olíufræi og matarolíum til lífeldsneytisframleiðslu, er einn af megin áhrifavöldunum í í spánni. Á því tímabili sem spáin nær yfir, verður gífurlegt magn af maís í Bandaríkjunum, hveiti og rapsi í Evrópu og sykri í Brasilíu notaður til framleiðslu á etanóli og líf-diesel. Þetta hefur mikil áhrif til hækkunar á kornverði og þ.a.l. einnig til hækkunar á verði búfjárafurða, kjöts og mjólkur, í egnum hærra fóðurverð. Sem dæmi má nefna að áætlað er að notkun á maís í Bandaríkjunum í þessu efni fari úr 55 milljónum tonna (20% af uppskerunni 2007) í 110 milljónir tonna (32% af ársuppskerunni árið 2016)

5. Að því gefnu að framleiðsla á lífeldsneyti í tempraða beltinu, geti ekki staðið á eigin fótum efnahagslega, munu straumar og stefnur í þessum geira, tækniþróun og verð á hráolíu (spá gerir ráð fyrir 55-60 USD/tunnu) hafa mikil áhrif á horfur í landbúnaði og leitt til lægra verðs en gert er ráð fyrir í spánni.

6. Gert er ráð fyrir ört vaxandi eftirspurn eftir landbúnaðarvörum í þróunarlöndunum og ört vaxandi hagkerfum, eins og t.d. Kína. Sú eftirspurn ýtir undir innflutning til þessara landa, sem og vöxt innlendrar framleiðslu þar. Af því leiðir að hlutur OECD ríkjanna í framleiðslu og útflutningi mun minnka og hlutur ríkja utan bandalagsins mun aukast að sama skapi.

7. Hlutur heimsverslunar með landbúnaðarafurðir mun aukast í öllum vöruflokkum, en mismikið þó. Aukningin árið 2016, samanborið við meðaltal áranna 2001-5, verður minnst í undanrennudufti, 7%, 13-17% í kornvörum (bygg, hveiti o.þ.h.), yfir 50% í nautakjöti, svínakjöti og mjólkurdufti og allt að 70% í jurtaolíum.

8. Gert er ráð fyrir því að innflutningur aukist hraðar í þróunarlöndum en OECD löndum í öllum vöruflokkum, að jurtaolíum undanskildum. Aukningu í eftirspurn á mörkuðum í þróunarlöndunum mun í öllum flokkum, að korninu undanskildu, verða mætt með innflutningi frá öðrum þróunarlöndum. Heimsmarkaður með búvörur mun því í ríkari mæli einkennast af auknum viðskiptum milli landanna á suðurhveli, sem leiðir af sér aukna samkeppni við útflutningslönd innan OECD.

9. Aukning á útflutningi búvara frá Argentínu og Brasilíu er gríðarleg. Vöxturinn í Brasilíu er mestur í framleiðslu á sykri, jurtaolíu og kjöti (innflutningur á kjöti til Rússlands er t.d. nær allur þaðan). Útflutningur Argentínumanna er fjölbreyttari, nær að auki yfir korn- og mjólkurvörur. Önnur vaxandi útflutningslönd í hópi þróunarlanda eru Rússland og Úkraína, þar sem er mikill vöxtur í kornræktinni, Víetnam og Thailand í hrísgrjónum, og Thailand, Malasía, Indland og Kína á sviði alifuglaræktar.

10. Vöxtur í innflutningi dreifist á mun fleiri lönd en útflutningurinn. Þar eru þó yfirburðir Kínverja í jurtaolíum og olíufræi með ólíkindum. Árið 2016 er gert ráð fyrir að landið verði orðinn langstærsti innflytjandi á þessum varningi í heiminum, þar af verði hlutdeild þeirra í innflutingi á olíufræi orðinn tæp 50% af heimsverslun með þá vöru.