
Nýtt verð fyrir umframmjólk frá 1. maí 2022
29.04.2022
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 28. apríl 2022 að afurðarstöðvarverð fyrir umframmjólk verði kr. 80.- á hvern innlagðan líter og taki gildi frá 1. maí 2022. Það gildi þangað til annað verður ákveðið, en þetta verð mun ekki lækka á yfirstandandi verðlagsári. Út frá þessu verði verður síðan reiknað gæðaálag, verðfellingar og efnainnihald. Uppbætur verði svo greiddar eftir að lokauppgjör ársins hefur farið fram, ef tilefni gefur til.