Nýtt útlit á vef LK
31.05.2002
Það er undirrituðum sönn ánægja að kynna fyrir lesendum vefsins nýtt útlit á vef LK. Öll hugmyndavinna og hönnun var framkvæmd af Þór Þorsteinssyni (Skálpastöðum) hjá fyrirtækinu Nepal hugbúnaði ehf. í Borgarnesi. Það er von undirritaðs að þetta nýja útlit muni gagnast öllum lesendum vel og nýtast sem fyrr til þeirrar upplýsingagjafar sem til er ætlast.
Eins og sjá má eru breytingarnar verulegar og ég hvet alla lesendur til að ferðast um síðuna og kynna sér nýja uppsetningu. Allar ábendingar um það sem betur má fara viljum við gjarnan fá, enda á vefurinn að vera lifandi og upplýsandi fyrir alla áhugamenn um nautgriparækt.
Njótið vel
Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK