Beint í efni

Nýtt útlit á „gott í matinn“

10.10.2012

Árið 2009 setti MS uppskriftasíðuna www.gottimatinn.is í loftið. Frá upphafi hefur gestum á síðunni fjölgað mikið og er heimasíðan nú meðal vinsælustu uppskriftasíðna landsins. Uppskriftasíðan hefur nú fengið nýtt útlit en markmiðið með útlitsbreytingunum var að gera síðuna enn matarlegri og persónulegri.

 

Helstu breytingarnar sem nú hafa verið gerðar eru að aukin áhersla er á myndir við uppskriftir. Auk þess eru nú ítarlegri upplýsingar um matreiðsluna en m.a. er búið að flokka allar uppskriftir í einfaldar, miðlungs og erfiðar. Auðvelt er að leita að uppskriftum á síðunni og auk þess er hægt að skrá sig á síðuna og halda þar utan um sínar uppáhaldsuppskriftir. Þá hefur MS fengið fjóra matgæðing til liðs við sig og munu þeir blogga reglulega um matargerð og það sem þeim er efst í huga í eldhúsinu hverju sinni/SS – Mjólkurpósturinn.