Beint í efni

Nýtt tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út

05.11.2011

 

Í dag kom út annað tölublað búnaðarblaðsins Freyju en í þessu tölublaði er töluvert af efni sem á erindi við kúabændur landsins s.s. umfjöllun Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur og Eiríks Loftssonar um afrekskúna Örk. Þá fjallar Axel Kárason um aðbúnað kúa, Sigtryggur Jón Björnsson skrifar um mjólk og mjaltavélar og þeir Snorri Sigurðsson og Lars Kausgaard um taðtrefjar sem undirburð fyrir kýr. Blaðið er einnig með viðtal við hinn fjölhæfa kúabónda Árna Hafstað í Útvík í Skagafirði og auk þess eru fleiri greinar í blaðinu, en nálgast má það á vefsíðu útgáfufélags þess: www.sjarminn.is eða með því að smella hér: http://www.sjarminn.is/freyja/Freyja022011.pdf/SS.