Beint í efni

Nýtt tölublað búnaðarblaðsins Freyju komið út

10.02.2012

Í dag kom út þriðja tölublað búnaðarblaðsins Freyju en í þessu tölublaði er töluvert af efni sem á erindi við kúabændur landsins s.s. umfjöllun um skýrsluhald og áburðaráætlanir eftir Borgar Pál Bragason, blendingsrækt til kjötframleiðslu eftir Þórodd Sveinsson, minningarbrot Sigtryggs Björnssonar um mjaltir og umfjöllun Guðna Þorvaldssonar um mismunandi tegundir grasa. Þá skrifar Sigurður Þór Guðmundsson, ráðunautur, grein sem heitir „Búskapur er ekki „business““ sem vafalítið á eftir að vekja upp umræðu um stöðu landbúnaðar sem atvinnuvegar. Í blaðinu eru auk þess fleiri áhugaverðar greinar en blaðið má nálgast á vefsíðu útgáfufélags þess: www.sjarminn.is eða með því að smella hér: http://sjarminn.is/freyja/Freyja012012.pdf/SS.