Beint í efni

Nýtt tilraunafjós fyrir hálfan milljarð

22.08.2015

Nýverið var tekið í notkun nýtt og stórglæsilegt tilraunafjós í Norður-Írlandi, nánar tiltekið hjá Greenmount landbúnaðarháskólanum. Fjósið kostaði litlar 500 milljónir króna í byggingu en er líklega með glæsilegri fjósum í Evrópu eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Fjósið hýsir 178 mjólkurkýr og er með einkar góða aðstöðu fyrir gesti og gangandi en um 5 þúsund gestir koma í fjós háskólans á hverju ári. Öll hönnun fjóssins miðar að því að gera hreyfingar kúnna innan þess sem þægilegastar og minnstar, svo þær séu ekki að eyða tíma og orku í óþarfa.

 

Mjaltabásinn sem er notaður er 2×16 Fullwood 50 gráðu mjaltabás sem hentar vel fyrir bæði hefðbundnar mjaltir en einnig fyrir kennslu nemenda. Með mjaltabás sem þennan taka mjaltirnar á 150 kúm um 1,5 klukkustundir og er þá einn í mjöltum en annar í því að skafa bása, bera undir og reka kýr til mjalta. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr þessu fjósi, en eins og sjá má er hér um tilraunafjós að ræða og að því að virðist með margskonar áhugaverðan aukabúnað umfram hefðbundin fjós.

 

Glæsilegt fjós eins og sjá má

 

Fínar stíur og tilraunaaðstaða

 

Ekki amalegur mjaltabás þetta

 

Fjósið er með föstu gólfi og sköfukerfi
 

 

/SS.