Beint í efni

Nýtt styrkjakerfi í Evrópusambandinu með mikinn sveigjanleika

01.07.2003

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur verið gengið frá samkomulagi um nýtt styrkjakerfi í landbúnaði í Evrópusambandinu. Í dag liggja ekki fyrir upplýsingar um raunveruleg áhrif breytinganna á lönd ES, þar sem hvert land hefur mun meiri möguleika á að úthluta styrkjum ólíkt öðrum löndum ES en áður var. Þrátt fyrir að mjög stór hluti landbúnaðarstyrkja ES fari til

landbúnaðarframleiðslu sem Íslendingar þekkja lítið til s.s. vínframleiðslu, þá má benda á að talið er að frönsk mjólkurframleiðsla lendi í verulegum erfiðleikum við óbreyttar aðstæður. Sá möguleiki landanna á að miðla styrkjum með ólíkum hætti innan hvers lands, gerir það hinsvegar að verkum að mjög erfitt er að sjá fyrir raunveruleg áhrif hins nýja kerfis í dag og verður vart mögulegt fyrr en með komandi hausti, eftir að sértækar aðgerðir hvers lands munu liggja fyrir.