Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nýtt styrkjakerfi í Evrópusambandinu með mikinn sveigjanleika

01.07.2003

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur verið gengið frá samkomulagi um nýtt styrkjakerfi í landbúnaði í Evrópusambandinu. Í dag liggja ekki fyrir upplýsingar um raunveruleg áhrif breytinganna á lönd ES, þar sem hvert land hefur mun meiri möguleika á að úthluta styrkjum ólíkt öðrum löndum ES en áður var. Þrátt fyrir að mjög stór hluti landbúnaðarstyrkja ES fari til

landbúnaðarframleiðslu sem Íslendingar þekkja lítið til s.s. vínframleiðslu, þá má benda á að talið er að frönsk mjólkurframleiðsla lendi í verulegum erfiðleikum við óbreyttar aðstæður. Sá möguleiki landanna á að miðla styrkjum með ólíkum hætti innan hvers lands, gerir það hinsvegar að verkum að mjög erfitt er að sjá fyrir raunveruleg áhrif hins nýja kerfis í dag og verður vart mögulegt fyrr en með komandi hausti, eftir að sértækar aðgerðir hvers lands munu liggja fyrir.