Beint í efni

Nýtt stuðningskerfi í Bandaríkjunum

10.02.2014

Á föstudaginn skrifaði Barak Obama, forseti Bandaríkjanna, undir ný lög um stuðningskerfi í þarlendum landbúnaði. Lagafrumvarpið er engin smásmíði enda hljóða útgjöldin tengd því upp á nærri 1.000 milljarða dollara sem eru meira en 100.000 milljarðar króna! Samningaviðræður bænda og yfirvalda hafa staðið í 3 ár en afar langan tíma tók að útbúa frumvarp sem kom til móts við hinar ólíku skoðanir sem eru í annars vegar Fulltrúadeild þingins og hins vegar Öldungadeild.

 

Hin nýju lög breyta verulega styrkjakerfinu úr því að byggja á beingreiðslum og yfir í að verða einskonar tryggingakerfi sem má útlista í með verulegri einföldun þannig að ef bændurnir lenda í einhverskonar forsendubresti sem leiðir til tekjutaps, s.s. minni uppskeru vegna óheppilegs veðurfars eða t.d. verðfalls á mörkuðum, þá bætir ríkið bændunum upp tekjutapið. Hið nýja starfsumhverfi bandarískra bænda tekur gildi 1. september næstkomandi/SS.