
Nýtt starfsfólk hjá Bændasamtökunum
04.05.2023
Bændasamtök Íslands hafa ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn, þau Steinunni Ásmundsdóttur og Þorvald Birgi Arnarsson.
Steinunn hefur verið ráðin sem blaðamaður á Bændablaðinu og bætist þar með í öflugan hóp á ritstjórn eins mest lesna fjölmiðils á landinu. Steinunn er þaulreyndur blaðamaður og prófarkalesari og hefur unnið á Morgunblaðinu, RÚV, Austurglugganum og núna síðast á Fréttablaðinu.
Þorvaldur er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og lýkur meistaraprófi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands um áramót. Þá er hann útskrifaður næringarfræðingur frá Acadia University í Kanada. Þorvaldur mun starfa við lögfræðitengd verkefni með áherslu á umhverfis-, loftlags- og auðlindamál.