Beint í efni

Nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt – tilkynning frá BÍ

28.05.2008

Þessa dagana stendur yfir vinna við gagnaflutning og skráning á mjólkurskýrslum inn í nýja skýrsluhaldskerfið HUPPU.  Markmiðið er að gera lokaprófanir á innskráningu og innsetningu grunngagna svo hægt sé að opna kerfið sem fyrst fyrir almennum notendum.  Því má búast við að uppgjör apríl og maí taki lengri tíma en ella því það eru margir þættir sem þarf að athuga og prófa í þessu ferli.  Það liggur fyrir að talsverð vinna verður við gagnaflutning úr eldri gagnagrunnum og samræmingu þeirra gagna sem þar liggja.  Við munum kappkosta að vinna þetta eins hratt og mögulegt er án þess að sú vinna raski um of mánaðarlegum uppgjörum.  Áætlað er að uppgjöri aprílmánaðar ljúki nú í byrjun júní.  Þá verður hægt að opna kerfið fyrir almennum notendum og hvetjum við bændur til að byrja sem fyrst að skrá í HUPPU.  Til að komast inn í HUPPU þarf að biðja um að aðgangur verði opnaður og skrá sig síðan inn í gegnum vefsíðuna www.huppa.is með sama notendanafni og lykilorði og notast er við í MARK. 

Til að opna fyrir aðgang í HUPPU og fá leiðbeiningar um notkun, er besta að hafa samband við Gunnfríði E. Hreiðarssdóttur í gegnum tölvupóst geh@bondi.is eða hringja í skiptiborð Bændasamtakana 5630300 og skilja eftir skilaboð. 

 

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautur BÍ.