Beint í efni

Nýtt samningsform vegna greiðslumarkskaupa

05.10.2009

Bændasamtök Íslands hafa nú gefið út nýtt samningsform vegna kaupa á greiðslumarki til mjólkurframleiðslu. Það má nálgast með því að smella hér. Hið nýja form tekur mið af breytingum á mjólkursamningnum sem samþykktar voru sl. vor.

Sérstaklega skal hnykkt á því að núverandi verðlagsár er 16 mánuðir, þriðjungi lengra en önnur verðlagsár sem eftir eru af samningnum og greiðslumarkið því þriðjungi meira en ella. Því mun allt greiðslumark, líka það sem keypt er á yfirstandandi ári, taka breytingum frá og með verðlagsárinu 2011, þegar verðlagsárið verður 12 mánuðir á ný.