
Nýtt samningsform um kaup á greiðslumarki í mjólkurframleiðslu
02.10.2009
Vakin er athygli á að eyðublað Samnings um kaup á greiðslumarki í mjólkurframleiðslu, hefur nú verið uppfært. Er það gert á grundvelli 4. og 5. gr. í samningi landbúnaðarráðherra f.h. ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um starfskilyrði í mjólkurframleiðslu frá 1. september 2005 til og með ársloka 2014.
Eyðublaðið er að finna hér á vef Bændasamtaka Íslands undir Félagsmál/Eyðublöð, hér.