Beint í efni

Nýtt met í framleiðslu mjólkur

09.01.2009

Innvigtun mjólkur til samlaga innan Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var rúmar 126 milljónir lítra árið 2008 en svo mikil hefur innvigtunin ekki orðið áður í sögunni. Þar með var metið frá 2007 slegið, þá var innvigtunin 124,8 milljónir lítra. Það verður því ekki annað sagt en að framleiðslan hafi gengið vel undanfarin ár, enda hafa flest náttúruleg skilyrði hennar verið hagfelld. Því miður er ekki hægt að segja það sama um hin efnahagslegu.

Annars eru fimm stærstu innvigtunarárin frá því að slík samantekt hófst árið 1959 eftirfarandi:

 

Árið 2008             126.051.529 lítrar

Árið 2007             124.816.835 lítrar

Árið 1978             120.172.100 lítrar

Árið 1979             117.198.706 lítrar

Árið 2006             117.062.454 lítrar