Nýtt kynbótamat í nautgriparækt
10.06.2016
Nýtt kynbótamat í nautgriparæktinni liggur nú fyrir. Að þessu sinni er það fyrri hluti nautaárgangsins frá 2010 sem kemur til dóms; sá hluti nautanna sem á nægjanlega margar dætur til að kynbótamatið hafi náð tilskyldu öryggi. Fagráð í nautgriparækt fyrirhugar að funda n.k. mánudag, 13. júní, þar sem farið verður yfir niðurstöðurnar. Þar ræðst hvaða naut verða tekin til frekari notkunar á næstu mánuðum./BHB