Beint í efni

Nýtt kynbótamat

04.10.2010

Nýir útreikningar á kynbótamati fyrir alla skýrslufærða gripi liggja nú fyrir og fyrstu niðurstöður vegna afkvæmarannsóknanna má sjá á nautaskrárvefnum.  

Kynbótamatið hefur einnig verið uppfært í Huppu og þar er að finna nýt mat fyrir alla skráða gripi. Nautsmæðraskráin hefur verið uppfærð og einnig skráin um efnilegar kvígur.

Úttekt á framförum í stofninum sýnir að vel miðar fyrir marga þá eiginleika sem valið er fyrir en þó eru nokkrir þar sem framförum miðar hægt. Niðurstöðunum verða gerð ítarlegri skil í Bændablaðinu og í næstu nautaskrá.

/MBJ