Beint í efni

Nýtt gangtegundamyndband

23.11.2017

Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gífurlega góð, fleiri hundruð þúsunda hafa horft á myndbandið, þúsundir deilt því og tjáð sig um það. Af þessu að dæma er gífurlegur áhugi á íslenska hestinum um allan heim.

Myndbandið var tekið upp í Skagafirði þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín í bakgrunni. Tamningameistarinn Þórarinn Eymundsson er knapi á stóðhestinum Narra frá Vestri-Leirárgörðum. Myndbandið er framleitt af Skotta Film fyrir HORSES OF ICELAND og grafíkin var í höndum PIPARTBWA.

Gangtegundamyndbandið ýtir undir eitt af helstu markmiðum verkefnisins HORSES OF ICELAND, sem er að vekja athygli á og markaðssetja íslenska hestinn um allan heim. Verkefnið er hýst og unnið af Íslandsstofu. Samstarfsaðilar verkefnisins eru um 60 talsins sem gefur því aukinn slagkraft og samræmi í kynningu á íslenska hestinum um heim allan. Allir sem tengjast íslenska hestinum geta orðið samstarfsaðilar verkefnisins og er ávinningur þess að gerast samstarfsaðili margvíslegir.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess, www.horsesoficeland.is, eða hjá verkefnastjóra þess, Þórdísi Gylfadóttur, thordis@islandsstofa.is.