Nýtt fjós í Garðakoti í Skagafirði
01.06.2007
Þann 16. maí s.l. tóku ábúendur í Garðakoti í Skagafirði, hjónin Pálmi Ragnarsson og Ása S. Jakobsdóttir í notkun nýtt og glæsilegt fjós. Byggingin er 987 fermetrar, með 84 legubásum, þar af 15 fyrir geldar kýr og stálpaðar kvígur, mjólkandi kýr geta því verið 69 samtímis. Í fjósinu er mjaltaþjónn af DeLaval gerð, Weelink fóðurkerfi og mykjuþjarkur (flórsköfuróbót) frá Joz Tech. Innréttingar og básadýnur eru frá Vélavali í Varmahlíð og húsið sjálft er frá Límtré-Vírnet. Loftræstikerfið er af gerðinni Uno Borgstrand frá Landstólpa. Stýrð umferð er í fjósinu. Opið fjós var í Garðakoti þann 26. maí s.l. og var þá gestkvæmt mjög. Á annan dag hvítasunnu brá undirritaður sér í heimsókn og voru þá meðfylgjandi myndir teknar. Landssamband kúabænda óskar ábúendum í Garðakoti til hamingju með glæsilega byggingu og velfarnaðar á komandi árum.
![]() |
Fjósið í Garðakoti |
![]() |
Göngubrú, af henni er hægt að fylgjast með öllu sem er að gerast í fjósinu |
![]() |
Kýrnar bíða eftir að komast í mjaltir |
![]() |
Kýrnar liggja afslappaðar á legubásunum, til vinstri má sjá básinn fyrir mykjuþjarkinn þar sem hann hleður sig |
![]() |
Meðhöndlunarstíur og göngubrúin góða |
![]() |
Mykjuþjarkur að störfum, hann sér um að halda steinbitum þrifalegum, mjög áhugaverð tækninýjung |
![]() |
Stía fyrir smákálfa, hér munu þeir liggja á hálmi |
![]() |
Fóstra sér um mjólkurfóðrun kálfa |