Beint í efni

Nýtt fjós á Hóli í Sæmundarhlíð

24.11.2014

Fjölmenni var á opnu húsi á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði sl. laugardag í tilefni þess að ábúendur þar, Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir eru um þessar mundir að taka í notkun nýtt fjós. Bygging fjóssins hófst sl. vor, í því eru legubásar fyrir 72 mjólkurkýr og allar kvígur eru einnig á legubásum. Allur tæknibúnaður í fjósinu er frá DeLaval, mjaltaþjónn, mjólkurtankur, fóðurkerfi, kjarnfóðurbásar, flórsköfuþjarkur, innréttingar og básadýnur. Byggingin er tæplega 1.000 fermetrar og kemur hún frá LímtréVírnet í Borgarnesi. Landssamband kúabænda óskar Hrefnu og Jóni velfarnaðar í glæsilegri framleiðsluaðstöðu./BHB

 

Mynd: Baldur Helgi Benjamínsson
 

 

 

Mynd: Baldur Helgi Benjamínsson
Mynd: Baldur Helgi Benjamínsson
Mynd: Baldur Helgi Benjamínsson
Mynd: Bústólpi ehf – innra skipulag fjóssins.

 

 

Fleiri myndir eru á Facebooksíðu Bústólpa ehf, sjá hér.