Beint í efni

Nýtt fitu- og próteinhlutfall í viðmiðunarmjólk

16.02.2015

Frá og með síðustu áramótum tóku gildi ný viðmið um efnainnihald meðalmjólkur, en þau skal endurskoða í það minnsta árlega eða þegar breytingar verða á mjólkurverði eða vægi fitu og próteins. Eftir breytinguna er fituinnihald viðmiðunarmjólkur 4,10%, lækkar úr 4,12%. Próteinhlutfallið er nú 3,30% en var 3,33%. Þar sem lágmarksverð til bænda er óbreytt 82,92 kr/ltr, breytist einingaverð fitu úr 10,0932 kr í 10,1123 kr og próteineiningin fer úr 12,4505 kr í 12,5636 kr./BHB