Beint í efni

Nythæsta kýrin er Grása frá Gunnbjarnarholti

14.06.2011

Niðurstöður afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vefnum og má nálgast þær hér. Meðalnyt 22.294 árskúa á síðustu 12 mánuðum er 5.330 kg. Meðalfjöldi árskúa á skýrsluhaldsbúunum er 36,5 en alls eru 607 bú skráð í skýrsluhaldi.

Mestar afurðir voru á búi Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi 7.842 kg eftir árskú. Næst í röðinni er bú Jóns og Hrefnu á Hóli í Sæmundarhlíð en þar voru meðalafurðirnar 7.802 kg. Þriðja búið í röðinni var bú Steinars Guðbrandssonar í Tröð en meðalafurðir þar voru 7.792 kg.

Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Grása nr. 438 í Gunnbjarnarholti með 11.487 kg, önnur í röðinni var Habbý 371 á sama búi og mjólkaði 11.444 kg og þriðja var Hjössa 219 á Höskuldsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu en nyt hennar var 11.143 kg.

Niðurstöður