
Nýsjálendingar spá stórauknum útflutningi mjólkurvara
11.01.2017
Þó svo að mjólkurframleiðsla í Nýja-Sjálandi sé í dag afar mikil spá þarlendir að framleiðslan muni stóraukast á komandi árum. Þannig er talið að útflutningurinn fari í 3.630 þúsund tonn árið 2022 og hafi þá vaxið um 12% á fimm árum. Jafnframt gera Nýsjálendingar ráð fyrir að verðmæti útflutningsins aukist um 38% á þessum sama tíma og að heildarverðmæti framleiðslunnar aukist um 55% á einungis fimm árum!
Það var ráðuneyti frumframleiðslu sem gaf út skýrslu með þessum spádómum í fyrir nýliðin jól en í skýrslunni kemur jafnframt fram að spáð er 1% samdrætti á útflutningi, mælt í tonnum, á þessu ári en að verðmætaaukning verði þó 3%. Árið 2018 muni hins vegar framleiðslan stóraukast og það um nærri því fjórðung eða 24%. Mikil og stöðug eftirspurn frá Kína rekur þessa ógnvænlegu þróun áfram enþað má þó hverjum vera ljóst að fleiri en Nýsjálendingar ætla sér bita af hinni kínversku köku og gæti því hæglega orðið veruleg offramleiðsla mjólkur á ný eftir aðeins 1-2 ár með tilheyrandi verðfalli/SS.