Beint í efni

Nýsjálendingar flytja barnamat til Kína með lest!

16.05.2017

Flestir átta sig nú á þeirri þversögn sem felst í fyrirsögninni enda Nýja-Sjáland eyjaklasi en tilfellið er nú engu að síður að Fonterra, sem er lang stærsta afurðafélag heims á sviði útflutnings mjólkurvara, er nú byrjað að senda barnamat til Kína með lest! Skýringin felst í því að félagið er með framleiðsluaðstöðu í Þýskalandi þar sem vörumerkið Friso er framleitt en það er sérhæft í barnamat og m.a. mjólkurdufti fyrir ungbarnamjólk. Í stað þess að sigla vörunum frá Þýskalandi til Kína er notast við lest enda mun hraðvirkaði aðferð og að sögn Fonterra umhverfisvænni.

Alls tekur flutningaskip um það bil mánuð að sigla til Kína en lestin, sem fer um sjö lönd á leið sinni til Chongqing í Kína, tekur ekki nema tvær vikur. Á móti kemur að stærstu flutningaskip heims geta tekið um 18 þúsund tuttugu feta gáma en flutningalestar taka um 90 gáma hverju sinni en er þrátt fyrir „smæð“ sína ódýrari valkostur en siglingin/SS.