Beint í efni

Nýr sérfræðingur ráðinn til BÍ

21.12.2023

Bændasamtök Íslands hafa ráðið Daníel Ólafsson til starfa sem sérfræðing í markaðsmálum. Daníel er B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera með diplóma í verðbréfamiðlun.

Daníel býr að víðtækri reynslu og hefur starfað við markaðsmál frá árinu 2012, m.a. hjá EnnEmm auglýsingastofu, Bláa lóninu og Sjóvá.

Daníel mun hefja störf 3. janúar nk.